Í Héraðsdómi
Í Héraðsdómi

Í gær fóru nemendur 4. bekkjar D í heimsókn í Héraðsdóm Norðurlands eystra. Þar tók Ólafur Ólafsson dómstjóri á móti þeim og fræddi þá um störf héraðsdómara og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í dómssal. Nemendur fengu síðan tækifæri til að spyrja Ólaf spjörunum úr.

Heimsóknin er liður í áfanganum afbrotafræði sem er kenndur á félagsfræðikjörsviði. Fyrr í vetur fóru þessir sömu nemendur í heimsókn á lögreglustöðina á Akureyri. Þar tóku Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn og Gestur Ragnar Davíðsson fangavörður á móti þeim og fræddu þá um störf lögreglunnar, sögu lögreglunnar á Akureyri og lífið innan veggja fangelsisins.

 

 

 

Í Héraðsdómi