- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Hátt í þriðja hundrað nemenda skólans fór með fjórum kennurum í menningarferð til Reykjavíkur á föstudag. Hópurinn kom til baka í gær.
Margt var á dagskrá í ferðinni. Sumir fóru í leikhús og sáu Hróa hött eða Móðurharðindin, sumir fóru í bíó, farið var í Bláa lónið, í paintball, í menningarrölt um Reykjavík og skoðunarferð í Alþingishúsið og auk þess var frisbígolfferð á vegum FolfMA. Hópurinn gisti í Verslunarskóla Íslands og þar var bæði kvöldvaka og hæfileikakeppni.
Stjórn skólafélagsins Hugins hélt utan um ferðina en með í för voru kennararnir Hólmfríður Jóhannsdóttir, Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, Logi Ásbjörnsson og Unnar Vilhjálmsson.
Myndirnar eru frá Kolbrúnu og Loga.
Í Verslunarskólanum
Í Bláa lóninu