- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í náttúrulæsi í 1. bekk fóru í námsferð í Mývatnssveit í dag, 120 talsins. Þeir voru í fjórum hópum og hver hópur fór á fjórar stöðvar, eftir að hafa stoppað um stund við Goðafoss. Ein stöðin var í Fuglasafni Sigurgeirs, þar sem nemendur unnu fuglaverkefni, önnur stöðin snerist um jarðhita og eldvirkni allt frá Námaskarði að Dimmuborgum, sú þriðja um gíga og hraunmyndanir frá Skútustöðum að Grænavatni, en þar fengu nemendur einnig að líta í fjárhús þar sem sauðburður stóð yfir. Fjórða stöðin var rannsóknarstöð í Skjólbrekku þar sem nemndur skoðuðu sýni sem þeir söfnuðu utan dyra og fengu líka að kryfja andvana borið lamb.
Veðurspá var slæm en veðrið hélst ótrúlega þokkalegt, talsverð sólarglenna en örlítil él af og til, og einn hópurinn fékk yfir sig hagldembu. Það birti mjög er leið á daginn og heimferðin var í glaðasólskini. En það var ekki hlýtt.
Hér eru nokkrar myndir aðallega úr fuglsasafninu og hverasvæðinu við Námaskarð.