- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Um 120 nemendur í náttúrulæsi í 1. bekk fóru í námsferð í Mývatnssveit í dag.
Fyrst var áð við Goðafoss og hann festur á mynd, síðan var haldið rakleitt í sveitina þar sem nemendur kynntu sér jarðhita, hveri, laugar og gjár og hreyfingar jarðskorpunnar, skoðuðu mismunandi gerðir hrauns og fóru um Dimmuborgir og skoðuðu flekaskil svo og gervigiga, gægðust inn í gæsir og skoðuðu í víðsjá innyfli þeirra og ýmislegt fleira úr nátúrunni og skoðuðu Fuglasafn Sigurgeirs og fræddust um fugla og lífríki Mývatns.
Lagt var af stað klukkan hálfníu í morgun og flestir voru komnir til baka um og upp úr klukkan fimm, nema hópur sem brá sér í heitt bað í lokin, hann kom nokkru síðar.
Myndasafn úr ferðinni, langmest úr Fuglasafninu, er á Facebooksíðu skólans.