- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í Fer 303, lokaáfanga á ferðamálakjörsviði, lögðu eldsnemma í morgun af stað í náms og kynnisferð í erlendri borg. Í Leifsstöð kom í ljós hvert fara skyldi og hverjir færu hvert.
All frá upphafi vorannar hafa nemendur kynnt sér hver eina borg í frönsku- eða þýskumælandi landi og útvegað og útbúið ferðagögn sem komið gætu að sem bestum notum í ferð þangað. Því hefur hins vegar verið haldið leyndu hvert farið yrði. Um hádegisbil í gær var afhentur pakki með ferðagögnum og upplýsingum og þann pakka átti ekki að opna fyrr en komið væri í gegnum öryggisleitina í Leifsstöð. Í pakkanum voru sem sagt upplýsingar um það hvaða 5 borgir af þeim 20 sem í vali voru eru áfangastaðir nemenda og hverjir 4 verða saman í hverri borg undir leiðsögn og stjórn þess sem gerði gögnin um borgina.
Nemendur fóru í morgun frá Keflavík til Stansted á Englandi og fljúga þaðan og þurfa sumir auk þess að taka lest til að komast til áfangastaðanna, sem eru Grenoble og Lyon í Fraklandi, Freiburg í Þýskalandi, Basel í Sviss og Vín í Austurríki. Þeir eru með myndavélar og myndbandsvélar og þurfa að afla gagna, taka upp viðtöl við heimamenn á því máli sem þar er talað og svo framvegis.
Nemendur koma til baka til Íslands á mánudag. Það sem eftir annar hafa þeirs vo til að vinna úr gögnum sem þeir afla í þessari ferð og gera kynningarmyndband um borgina sem þeir heimsóttu.
Á myndinni er hópurinn sem nú er í Evrópuferð með pakkann sem geymdi ferðagögnin.