- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur þurfa að greiða efnisgjald fyrir velgengnisdaga, sem eru í ár í þrem fyrstu bekkjunum. Fyrsti bekkur greiðir einnig kostnað vegna Íslandsáfanganna.
Efnisgjaldið vegna velgengnisdaga er 1.000 krónur en þátttökugjaldið í Íslandsáfanganum er 10.000 krónur. Þetta þátttökugjald kemur í stað námsbóka, en inni í því felast námsgögn og kostnaður við vettvangsferðir, annars vegar í Mývatnssveit og hins vegar til Siglufjarðar.
Sendir hafa verið greiðsluseðlar í heimabanka lögráða nemenda og til foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda. Gjalddagi er 10. október og eindagi 17. október næstkomandi.