- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Innritun nýnema í skólann, þeirra sem luku prófum í 10. bekk á dögunum, stendur dagana 3.-9. júní, en forinnritun var í lok mars. Þessa dagana standa yfir viðtöl við umsækjendur sem koma í skólann beint úr 9. bekk.
Að sögn Ölmu Oddgeirsdóttur brautarstjóra almennrar brautar eru umsækjendur um hraðlínuna, þeir sem koma beint úr 9. bekk, heldur færri en undanfarin ár. Hins vegar sé ljóst á umsóknargögnum að þessi hópur sé afskaplega sterkur námslega.
Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari segir ekki verða ljóst um nemendafjölda næsta vetrar fyrr en unnið hafi verið úr umsóknum 10. bekkinga, en þær fara fram á netinu. Umsóknir eldri nemenda hafi að þessu sinni ekki verið fleiri en í venjulegu ári.