- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Umsóknir um skólavist voru margar þetta árið. 234 sóttu um MA sem fyrsta val. Þetta er 40 umsóknum fleira en í fyrra, en þá voru þær að vísu óvenjufáar. Auk þess settu 128 nemendur MA í annað sæti. Farið hefur verið yfir umsóknir og alls verða 211 nemendur teknir í skólann upp úr 10. bekk. Umsóknir um hraðlínu, upp úr 9. bekk grunnskóla, voru 29, en af þeim verða 19 teknir í skólann. Alls verða nemendur í 1. bekk því 230 á komandi hausti.
Umsækjendur fá á allranæstu dögum í pósti staðfestingu um skólavist, en þeir geta auk þess fylgst með því á INNU. Í ágúst er nýnemum sent nýnemabréf með ítarlegum upplýsingum um skolavistina.
Þá hafa allmargir sótt um að koma í efri bekki skólans.
Í dag og á morgun eru vinnudagar kennara, á morgun er síðasti kennarafundur annarinnar. Síðan hefjast sumarleyfi kennara, en skrifstofur skólans verða opnar til mánaðamóta.
Mikið var um dýrðir í kringum skólaslitin, fögnuðir afmælisárganga og hátíð nýstúdenta, og fór allt afar vel fram enda veður yndislegt og fagurt.