- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Gengið hefur verið frá innritun nýrra nemenda í Menntaskólann á Akureyri. Umsóknir voru fleiri en búist var við ef hliðsjón er höfð af stærð árgangs. Alls sóttu 228 nemendur úr 10. bekk um MA sem fyrsta val og 104 höfðu MA í öðru sæti. Umsækjendur um hraðlínu, nemendur sem koma rakleitt úr 9. bekk, eru hins vegar færri en undanfarinn áratug. Ekki verður unnt að hafa þá í sérstökum bekk, eins og verið hefur, en þeir setjast í hefðbundna 1. bekki og fá þar þá þjónustu sem hraðlínunemendur hafa hingað til fengið.
Af umsækjendum úr 10. bekk var 210 veitt skólavist, svo alls munu nemendur í 1. bekk vera sem næst 220 á komandi skólaári.
Nemendum mun berast svar við umsóknum frá skólanum í næstu viku en þeir geta jafnframt séð niðurstöður innritunar á INNU þegar Námsmatsstofnun opnar aðgang að henni.