- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Lokið er inntöku nýnema í Menntaskólann á Akureyri fyrir skólaárið 2012-2013. 217 nemendur eru teknir í fyrsta bekk og áætlaður heildarfjöldi þeirra er 770.
Alls bárust skólanum 330 umsóknir um 1. bekk, en þar er átt við nemendur sem hafa lokið 10. bekk grunnskóla. 206 þessara umsækjenda höfðu MA sem fyrsta val og af þeim fengu 198 skólavist, en enginn sem hafði MA í öðru sæti. Í þessum hópi eru 6 nemendur á stoðlínu. Um hraðlínu, fyrir nemendur beint úr 9. bekk, bárust 30 umsóknir en 19 af þeim voru teknir inn í skólann, svo nýnemar verða 217 talsins.
Inntökuskilyrði eru þau að meðaltal einkunna í íslensku, ensku, stærðfræði og dönsku sé ekki lægra en 6 og einkunnir í hverri grein ekki lægri en 5 (og ekki lægri en 6 í stærðfræði á raungreinasviði).
Í efri bekki bætast nokkrir nemendur. Sex nýir nemendur koma í skólann auk nokkurra sem hafa verið í ársleyfi, til dæmis skiptinemar.
Nýnemum hefur verið sent svokallað nýnemabréf sem hér má sjá. Þar kemur m.a. fram að fljótlega fá nemendur greiðsluseðil í heimabanka sinn ef þeir hafa aðgang að honum (annars í heimabanka foreldra) að upphæð 31.500 krónur. Það kemur líka fram að skólasetning í haust verður 13. september.
Í haust (um mánaðamótin ágúst/september) verða foreldrum og nýnemum sendar frekari upplýsingar um skólann og skólabyrjunina. Um sama leyti, þ.e. í byrjun september, geta nemendur (líka eldri nemendur) séð upplýsingar á INNU um bekkjaskipan, en ekki fyrr.
Gerð verður hér á vefnum á næstu dögum grein fyrir gjöldum sem nemendur þurfa að greiða skólanum.