Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta fengið aðgang að Innu. Þeir þurfa að hafa netfang sitt skráð á Innu (hjá viðkomandi skóla). Þeir sækja sér lykilorðið með hnappnum "gleymt lykilorð" (sjá lýsingu hér að neðan) og fá lykilorð sitt sent í tölvupósti. Forráðamaður notar eigin kennitölu."

Gleymt lykilorð

Nemandi sem hefur týnt lykilorði sínu, svo og forrráðamaður nemanda yngri en 18 ára, geta sótt sér lykilorð að Innu eins og hér segir:

  • Smellt er á tengilinn "Gleymt lykilorð" til hægri á innskráningarsíðu Innu.
  • Kennitalan er slegin inn og nafn skóla valið.
  • Inna sendir sjálfkrafa notendanafn (nota má hvort heldur er notendanafnið eða kennitöluna) og lykilorð í tölvupósti á það netfang sem skráð er í Innu.
  • Þetta lykilorð gildir að Innu (https://www.inna.is/Nemendur/)
.