Þórhildur á veiðum við Grænland
Þórhildur á veiðum við Grænland

Í undirbúningi er samstarfsverkefni milli Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans í Nuuk á Grænlandi. Tveir kennarar brugðu sér í kynnisferð til Grænlands á dögunum.

Grænland liggur steinsnar frá Íslandi en samt vita fáir mikið um landið. Landið er tæp 2,2 milljón ferkílómetra eða um 21 sinnum stærra en Ísland en hins vegar búa aðeins um 56 þúsund manns á Grænlandi þar sem meiri hluti landsins liggur undir jökli. Nuuk er höfuðborgin með um 16 þúsund íbúa sem svipar til fólksfjöldans á Akureyri. Í Nuuk er einn framhaldsskóli og einn háskóli.

Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri og Arngrímur Jóhannsson flugstjóri eiga frumkvæðið að hugsanlegu samstarfsverkefni milli Menntaskólans á Akureyri og Menntaskólans í Nuuk. Áætlað er að fara með einn 3. bekk til Grænlands á vorönninni og fá síðan bekk frá Grænlandi í heimsókn á næsta skólaári. Dagana 20. - 25. september fóru tveir kennarar úr Menntaskólanum, Andri Gylfason og Þórhildur Björnsdóttir, til Grænlands til að leggja grunnin að þessu samstarfsverkefni, en þessi undirbúnings- og kynnisferð var farin fyrir tilstyrk Arngríms Jóhannssonar.

Fyrirhugað samskiptaverkefni á að auka að auka áhuga nemendanna, bæði hér og í Nuuk, á nágrannalöndunum með meira samstarfi. Í ferðinni tóku Andri og Þórhildur þátt í ráðstefnu sem haldin var við Háskólann í Nuuk sem bar heitið Icelandic Greenlandic Arctic Science Days. Þar hittu þau fyrir íslenska og grænlenska fræðimenn sem margir hverjir eru tilbúnir að hitta bekkinn sem fer út og fræða þau um Grænland. Í ferðinni hittu þau líka rektor Menntaskólans í Nuuk og nokkra kennara. Auðvitað var tíminn notaður í að skoða sig aðeins um og á meðfylgjandi mynd má sjá Þórhildi í bátsferð um Godthåbsfjord, en við hann liggur Nuuk.