- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Íslandsáfanginn svokallaði, nýjungin sem fólgin er í samkennslu nokkurra greina í fyrsta bekk MA, hefur vakið talsverða athygli og aðrir skólar hafa sóst eftir að fá að fylgjast með málum.
Guðjón H. Hauksson og Valgerður S. Bjarnadóttir fóru ásamt Jóni Má skólameistara í Menntaskólann í Kópavogi miðvikudaginn 2. febrúar og kynntu Íslandsáfangann fyrir kennurum þar. Guðjón kennir í áfanganum en Valgerður stjórnar verkefninu. Kennarar MK tóku okkar fólki mjög vel og voru sérstaklega áhugasamir um skipulagið að baki kennslunni, stundaskrármál og launamál.
Myndirnar sem fylgja tók Helgi Kristjánsson, aðstoðarskólameistari MK.