- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur 3A og 3B á tungumálalínu héldu kynningu á Íslandi og buðu þeim gestum sem tóku þátt í hraðastefnumóti með þeim fyrr á önninni. Stærstur hluti gestanna er Erasmus skiptinemar úr háskólanum en einnig aðrir erlendir ríkisborgarar sem dvelja á Akureyri.
Kynningin var mjög fjölbreytt, m.a. var kynntur íslenskur jólamatur og smákökur, íslensk tónlist, lopi og ullarvörur, laufabrauð og fengu gestirnir að prófa sjálfir að skera út laufabrauð. Kynningin tókst mjög vel og voru gestirnir alsælir með kvöldið.