Í gær, föstudag, var örstuttur íþróttadagur í skólanum, stóð frá 10.40 til 12.30. Keppt var í Iþróttahöllinni í nokkrum greinum. Þar má telja blak, bandí, reiptog og loks fótbolta.

Helst bar til tíðinda að harðsnúið lið kennara lagði lið Íþróttafélags MA gersamlega að velli í blaki. Lokasennan í fótbolta var líka spennandi. Eftir að fyrsti bekkur hafði valtað yfir 3. bekk með 5 mörkum gegn engu, ekki síst með frábærum árásum stúlknanna í liðinu, fór fram úrslitaleikur á milli 1. og 2. bekkjar. Hann varð markalaus en eftir langvarandi bráðabana að lokinni vítaspyrnukeppni krækti 2. bekur í sigur.

Á myndunum hér fyrir neðan eru lið 1. og 2. bekkjar að búa sig undir vítaspyrnukeppni og hér sést líka hluti áhorfenda í stúku.

1. og 2. vítaspyrnukeppni Stúka