- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Íþróttadagur var í dag. Reyndar tóku íþróttirnar tvær kennslustundir og sú þriðja fór í pylsur og grill á vegum skólafélagsins Hugins. Að öðru leyti var skólahald sem vera ber, en þetta var síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi, sem verður ítarlegt í þetta sinn.
Keppt var í ýmsum íþróttagreinum í Höllinni, bandý, körfubolta, blaki, fótbolta og reiptogi milli bekkja, auk þess sem kennarar áttu öflugt lið sem keppti í blaki, körfubolta og reiptogi. Sögur herma að kennurum hafi vegnað vel, einkum í körfubolta.
Sigurlaug Anna aðstoðarskólameistari tók myndir.