1. bekkur I, íþróttameistarar skólans 2010
1. bekkur I, íþróttameistarar skólans 2010

Í dag voru krýndir íþróttameistarar skólans en það voru nemendur í 1. I sem urðu stigahæstir þetta árið og fá því nafn sitt skráð í sögubækurnar. Að verðlaunum hlaut bekkurinn veglegan farandsbikar og fær að geyma hann þangað til nýir íþróttameistarar verða krýndir á næsta ári.

Ekki var þetta eini farandsbikarinn sem var afhentur í dag því Vilhjálmsbikarinn, sem nefndur er eftir hinum mikla frjálsíþróttakappa, var afhentur nemendum í 2. X. Sá bekkur varð stigahæstur á frjálsíþróttamóti skólans sem var haldið nú á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Vilhjálmsbikarinn er veittur og því ekki verra fyrir krakkana í 2.X að vera skráðir á spjöld sögunnar sem fyrstu frjálsíþróttamótsmeistarar MA eftir að mótið var endurvakið nú í vor.

Á myndinni sem Erlendur Helgi Jóhannesson tók eru íþróttameistarar skólans, 1. bekkur I.

.