Sigursælt lið kennara á íþróttadeginum 2009
Sigursælt lið kennara á íþróttadeginum 2009

Í dag var íþróttadagur í MA og nemendur og kennarar tóku þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni frá 10-12. Á sama tíma var Kvosinni breytt í sjónvarpssal.

Keppnin í Höllinni var skemmtileg og fjöldi nemenda fylgdist með á áhorfendapöllunum. Hér má sjá mynd af meginhluta kennaraliðsins í uppstillingu, en kennarar unnu þrautabraut með yfirburðum, töpuðu blakleik naumlega, unnu körfuboltaleik og náðu jafntefli í fótbolta.

Kvosin var orðin að sjónvarpssal þegar til baka var komið upp úr hádeginu, en það verður bein útsending á kosningafundi Sjónvarpsins í kvöld. Salur í Gamla skóla var seint í dag orðinn að fréttastúdíói, þannig að miðstöð Sjónvarpsins verður hér í kvöld.

.