- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Segja má að Menntaskólinn á Akureyri hafi undanfarið verið vettvangur jaðaríþrótta í snjó, enda þótt tæplega verði sagt að þær séu stundaðar við skólann. Í fyrravetur komu hingað bandarískir skíðamenn með miklu liði myndatökumanna og aðstoðarmanna hvers konar og undu við það einhverja daga, meðal annars hér við skólann, að stökkva fram af húsum á skíðum sínum og svífa yfir myndastyttur, bæði Heim vonar, járnhnöttinn norðan við Gamla skóla, og styttuna af Stefáni Stefánssyni fyrrum skólameistara, sem stendur austan við nýja heimavistarhúsið. Þeir notuðu vélar við að búa til stökkpalla og síðan voru risavaxnar gúmmíteygjur og jafnvel vélsleðar með köðlum notað til að koma drengjunum af stað svo þeir gætu svifið um loftin. Í þessu myndbandi má sjá sumar æfingar þeirra hérna við skólann.
Núna um áramótin urðu líka vetrarævintýri við skólann, en þeir kunnu snjóbrettakappar, bræðurnir Halldór og Eiríkur (Eiki) bróðir hans Helgasynir frá Sílastöðum komu heim í jólafrí og sátu ekki auðum höndum. Þá var rutt upp aðstöðu við skólann og með teygjum var stokkið og rennt á brettum. Í þessu myndbandi af tíu trikkum Halldórs Helgasonar, sem tekið ar hér meðal annars víða um bæ, má sjá eitt, þar sem hann fer af Skólatorginu niður af Hólum við íþróttahús MA. Í nýlegu vali erlendis á brettamanni ársins var Halldór í fyrsta sæti, Eiki bróðir hans í því fimmta og Gulli félagi þeirra, Guðlaugur Guðmundsson, í því sjöunda.
Nú er að sjá hvort nemendur MA taka að leika listir á borð við þessar hér um slóðir.