- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í nóvember fóru nemendur í kynjafræði í MA í grunnskóla Akureyrar með jafningjafræðslu um jafnrétti, í samvinnu við forvarna- og félagsmálaráðgjafia hjá Akureyrarbæ. Nemendur unnu fyrirlestrana saman í hópum og skiptu sér niður á skólana. Almenn ánægja er meðal nemenda með þessa reynslu, sem var bæði krefjandi og skemmtileg. Afar góðar viðtökur hafa þeir hlotið hjá skólunum, svo telja má með vissu að þetta verkefni hafi tekist vel.
Á myndinni eru Helga Sigrún og Valdís Rún þegar þær heimsóttu Oddeyrarskóla.