- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun, eins og kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands. Vottunaraðili metur svo hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt.
Versa vottun hefur nú tilkynnt veitingu vottunar á jafnlaunakerfi Menntaskólans á Akureyri, sem er afar ánægjulegt. Á myndinni eru Jón Már Héðinsson skólameistari og Ragnar Hólm fjármálastjóri sem leiddi vinnuna vegna jafnlaunavottunar. Þeir eru kampakátir með vottunarskírteinið.