- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
FemMA, PrideMA og jafnréttisráð MA standa fyrir jafnréttisviku 18. - 22. febrúar.
Að sögn Þorbjargar Unu sem er í stjórn FemMA hljóðar gróf dagskrá svo: Á mánudaginn í löngu verður jafnréttisvikunni startað með því að tilkynna nýju klósettbreytingarnar í skólanum en hér eftir verða snyrtingarnar í anddyrinu ekki merktar neinu sérstöku kyni. FemMa mun einnig tilkynna peysusöluna sem hefst fljótlega. Á þriðjudaginn í löngu ætlar prideMA að sýna myndband og síðan verða þau með bíókvöld kl. 20:00 í skólanum. Það verður popp á staðnum og um að gera að mæta og hafa kósý yfir bíómynd. Á fimmtudaginn fáum við svo fyrirlestur frá UN Women. Á föstudaginn í löngu verður síðan sýnt annað myndband.
Félagið prideMA var stofnað nú á haustdögum og FemMA hefur verið starfandi í nokkur ár og er eitt fjölmennasta félag skólans. Það verður því heilmikið um að vera í skólanum þessa viku og vonandi að sem flestir taki þátt í viðburðum tengdum jafnréttisvikunni og gefi þessum málefnum gaum.