- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
MA-ingum er alltaf umhugað um jafnrétti en þessa vikuna, 20.-24. janúar, er það sérstaklega í sviðsljósinu. Skólafélagið Huginn, femínistafélagið FemMA og jafnréttisfélagið PrideMA standa fyrir fjölbreyttum uppákomum af þessu tilefni t.d. fræðslu um kynlífsmenningu framhaldsskólanema og samþykki, viðburðum eins og spilakvöldi og fornafnafræðslu og gleðidögum.
Á samfélagsmiðlum skólans verður kynning á jafnréttisráði skólans en í því sitja nemendur úr félögum og ráðum sem og starfsfólk, hér er listi yfir fulltrúana:
Anna Sigríður Davíðsdóttir, jafnréttisfulltrúi MA
Alma Oddgeirsdóttir, fulltrúi starfsfólks
Snorri Magnússon, fulltrúi starfsfólks
Vera Mekkín Guðnadóttir, fulltrúi Hagsmunaráðs
Bjartmar Svanlaugsson, fulltrúi Hugins
Freydís Lilja Þormóðsdóttir, fulltrúi Hugins og FemMA
Elías Dýrfjörð, fulltrúi PrideMA
María Bergland, fulltrúi FemMA
Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir, fulltrúi 1. bekkjar
Anton Bjarni Bjarkason, fulltrúi 1. bekkjar
Hildur Helga Kolbeinsdóttir, fulltrúi 2. bekkjar
Hekla Himinbjörg Bragadóttir, fulltrúi 2. bekkjar
Helga Björg Kjartansdóttir, fulltrúi 3. bekkjar
Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir, fulltrúi 3. bekkjar
Þórdís Kristín O´Connor, fulltrúi Hugins og FemMA
Umfjöllun um jafnrétti á alltaf rétt á sér og mikilvægt er að minna á það hvert við erum komin í jafnréttisbaráttunni og gaumgæfa og vekja athygli á því sem betur má fara. Umfjöllun um jafnrétti af ýmsum toga má auðvitað finna víða í námi og starfi nemenda í skólanum og í jafnréttisviku verður hún stór hluti af félagslífinu líka.
Gaman er að segja frá því að um þessar mundir eru nemendur í íslensku í 2. bekk að lesa Brennu-Njáls sögu og mörg því að kynnast kvenskörungnum Hallgerði langbrók en hún barðist m.a. fyrir því að vera spurð álits og fá að velja sjálf hverjum hún giftist. Hvernig hjónabönd hennar gengu er svo önnur saga...
Jafnréttistefna og jafnréttisáætlun MA eru aðgengilegar á heimasíðu skólans, hér.