- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Jólabókaflóðið er hafið og fagna vafalaust margir þeim ótal nýju og spennandi titlum sem skjóta upp kollinum þessa dagana. Ef rýnt er í höfunda nokkurra verka kemur í ljós að margir MA-ingar eiga nýútgefin verk.
Sverrir Páll Erlendsson, MA-ingur og fyrrum kennari við skólann, tók þennan skemmtilega og áhugaverða lista saman og sendi okkur. Listinn er þó líklega ekki tæmandi, en gaman er að renna yfir hann:
Nýlega útgefnar bækur höfunda sem tengjast MA
Anita Elefsen, sá um útgáfu, stúdent MA 2007. Síldardiplómasía. – Karlberg / Juholt. Ferðalag frá nyrstu slóðum Íslands til syðsta odda Afríku í hlýjum faðmi síldarinnar
Árni Hjartarson, ritstjóri, stúdent MA 1969. Gengið til friðar. Saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju á Íslandi 1946–2006.
Björn Þorláksson, stúdent MA 1985. Besti vinur aðal. Skaðasaga spillingar á Íslandi.
Egill Logi Jónasson, stúdent MA 2009. Hohner mér vel. Ljóð. Pastel; 36
Helgi Jónsson, stúdent MA 1982. Bónorðin tíu. Gamansaga úr íslenskum veruleika. Undirheimar. Barnabók. Innsti kroppur í búri. Beint framhald af Bónorðin tíu. M – Samtöl (útgáfa á samtölum Matthíasar Johannessen).
Hjörleifur Guttormsson, stúdent MA 1955. Í spor Sigurðar Gunnarssonar.
Hlynur Hallsson, stúdent MA 1988. Þúsund dagar. Dagur eitthundraðþrjátíuogníu til tvöhundruðfjörtíuogþrjú. Dagbókabrot.
Hrund Hlöðversdóttir, stúdent MA 1992. Ólga kynjaslanga. Barnabók.
Jóhann Páll Árnason, stúdent MA 1958, kennari við MA 1967-68. Austur, vestur og aftur heim. Greinar um samfélagsheimspeki og siðmenningargreiningu.
Jón Hjörleifur Stefánsson, stúdent 2001. Milli fjalla - ljóðabók.
Nanna Rögnvaldardóttir, stúdent MA 1977. Þegar sannleikurinn sefur. Skáldsaga.
Pálmi Ragnar Pétursson, stúdent MA 1984. Árniður að norðan. Ljóð.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, stúdent MA 1981. Á meðan við deyjum ekki. Ljóð.
Sigurður Ægisson, stúdent MA 1978. Ókei. Leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi.
Símon Jón Jóhannsson, stúdent MA 1977. Svartir kettir, fullt tungl og rauðhærðar konur. Hjátrú af ýmsum toga.
Stefán Þór Sæmundsson, stúdent MA 1982, Kennari við MA. Mörk. Ljóð.
Steingrímur J. Sigfússon, Stúdent MA 1976. Fólk og flakk. Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna.
Stefán Máni – var einn vetur í MA, 1986-87. Dauðinn einn var vitni. Glæpasga.
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir kenndi í MA í einn eða tvo vetur. Aldrei aftur vinnukona. Skáldsaga.
Úlfar Bragason, ritstjóri, stúdent MA 1969, kennari í MA 1973-74. Ykkar einlæg. Ingunn Sigurjónsdóttir - Bréf frá berklahælum.
Ævar Þór Benediktsson, stúdent MA 2004. Nýi nemandinn. Þín eigin saga. Barnabók. Öskurdagur. Skólaslit 3. Barnabók.