- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það er ýmislegt sem er bardúsað í umsjónartímum í MA. Nú styttist í jólamánuðinn og því fannst umsjónarkennurum í 2.H við hæfi að skipta nemendum í hópa og láta þá setja saman og skreyta piparkökuhús. Afraksturinn var glæsilegur enda voru verðlaun í boði fyrir flottasta húsið. Nemendur þurftu að vinna vel saman, taka ákvarðanir, treysta hver öðrum og vanda til verksins. Svona verkefni geta því auðveldlega eflt bekkjarandann. Fleiri myndir af nemendum og piparkökuhúsum ná nálgast á fésbókarsíðu skólans.
Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir.