- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Jólafrí er langþráð tímabil í skólagöngu allra, en því er varið á afar mismunandi hátt. Sumir nýta það til vinnu og aðrir stunda íþróttir og hvers kyns líkamsæfingar meðan aðrir hafa hægt um sig og verja tímanum í leiki og jafnvel lestur bóka.
Meðan flestir nemendur njóta þess að vera í jólafríi eftir prófatörnina, sem nú var í desember, nýta aðrir dagana til að sprikla úti í löndum. Nemendur okkar í öðrum bekk, Dagur Gautason og Haukur Brynjarsson, flugu út nú í morgunsárið með U-18 landsliði Íslands til að taka þátt í árlegu handboltamóti í Merzig í Þýskalandi. Piltarnir munu að sjálfsögðu nýta tækifærið til að hressa upp á þýskuna meðan halda uppi heiðri Íslands á vellinum.