Hjartað og jólatréð á Skólatorgi
Hjartað og jólatréð á Skólatorgi

Jólaleyfi hefst í Menntaskólanum á Akureyri í dag. Nemendur halda heim á leið, en einhverjir munu hafa nýtt sér ferðir heimleiðis í gær. Kennt er fyrstu tímana, en að því loknu verða nemendur kvaddir, en þá hefjast fundir hjá kennurum þar sem rætt verður í hópum um ýmisleg efni í nýrri námskrá. Í kvöld er jólakaffi starfsmanna á kennarastofunni og með því er endanlega hafið jólafrí í skólanum.

Í gær var söngsalur, mjög vel heppnaður, og þar meðal annars sungin jólalög og gengið í kringum jólatréð. Hér eru nokkrar myndir frá því. Og á einni myninni sést hjarta Akureryrar, sem tifar í Vaðlaheiðinni, bera við toppinn á jólatré skólans á Skólatorginu, framan við innganginn á Hólum.

Kennsla í MA hefst á ný mánudaginn 4, janúar 2010 og verður kennt í viku, þá hefjast haustannarpróf.

Skólahúsin verða lokuð frá og með morgundeginum og allt fram að 4. janúar.

Menntaskólinn á Akureyri sendir nemendum, starfsfólki, vinum og velunnurum um allan heim bestu óskir um gleðilega hátíð.

.