- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Sálfræðinemendur í 4. bekk MA hafa á önninni unnið að rannsóknaverkefnum og hlýtt reglulega á gestafyrirlestra. Jólafundurinn var eins konar uppskerutími annarinnar. Bjarni Guðmundsson kennari segir svo frá:
Í haust hafa verið eins konar deildartímar hjá 4. bekk í sálfræði en þá hafa allir þrír bekkirnir hist á sal í stofu G-22 (Súlnasal). Þetta hafa verið tvær samliggjandi kennslustundir á miðvikudögum. Auk hefðbundinna verkefna hafa ýmsir fyrirlesarar komið frá stofnunum og félagasamtökum og rætt við nemendur um ýmis atriði tengd geðvernd og geðröskunum.
Í síðasta tíma fyrir jólafrí var svokallaður jólafundur. Þar sögðu nokkrir hópar nemenda sjálfra frá rannsóknum sínum en rannsóknarverkefnið hefur verið níu vikna ferli á haustönn. Þar var sagt frá barnahneigð, geðhvörfum og kvíða ungs fólks, sýnt myndband um sálarlíf fanga sem einn hópur byggði á viðtölum við fanga, fangaverði, lögreglu, sálfræðing og fleiri og annað myndband um spilafíkn og tekin viðtöl við peningaspilara. Þar að auki spiluðu tveir nemendur á píanó jólalög. Nemendur á félagsfræðibraut er mjög samrýndur hópur með mikla samkennd og kunna vel að setja fram áhugaverða dagskrá ef þarf.
.