- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þessi vika er síðasta heila kennsluvikan á önninni. Það styttist því í námsmatsdaga og lok annar og ekki síst jólin og jólafríið. Til að lífga upp á tilveruna í skammdeginu og örva jólaskapið hélt tónlistarfélag skólans, TóMA, jólatónleika undir heitinu Jólagestir TóMA. Þar kinka þau kolli til þekktra jólatónleika og í anda þeirra sveif hátíðleiki yfir vötnum, fjöldi hljóðfæraleikara tók þátt, söngvarar og sönghópur SauMA og allir sem komu fram voru í sínu fínasta pússi.
Að kvöldi fullveldisdagsins 1. desember verður svo kvöldvaka á vegum skólafélagsins. Allir gestir þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi.