- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Jólavika Hugins stendur nú sem hæst. Margt skemmtilegt er á döfinni í vikunni sem hófst með útgáfu haustblaðs Munins. Fyrsta tölublað þessa lífsseiga skólablaðs kom út í október árið 1927. Blaðið fagnar því 95 ára afmæli um þessar mundir. Hver atburðurinn rekur annan út vikuna svo sem jólapeysudagur, bingó og jólatónleikar TóMA. Svo er aldrei að vita nema nemendur og starfsfólk syngi saman nokkur vel valin jólalög á Sal áður en jólafríið skellur á.