Nú er síðasta vika í skóla fyrir jólaleyfi og það sést greinilega. Þetta er tími lokaskila á verkefnum, bæði hjá nemendum og kennurum. Nánd jólanna sést líka í félagslífinu. Fram undan eru jólapóstkassagerð, hefðbundin föndurkvöldstund í Kvosinni við undirtóna jólalaga, kvöldvaka á miðvikudagskvöld og svo má búast við að sungið verði til að fá jólasöngsal og að loknum honum hefst jólaleyfið. Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 19. desember.

.