- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á þriðjudaginn, þann 16. nóvember, verður Jónasar Hallrímssonar víða minnst, meðal annars með fyrirlestri Svavars Sigmundssonar á Sal í Gamla skóla klukkan 17.00 síðdegis. Fyrirlesturinn nefnist Orðasmíð Jónasar Hallgrímssonar, en Svavar hefur áður fjallað um gagnmerka orðasmíð Jónasar, einkum tengda þyðingum hans á fræðiritum og rannsóknum á náttúru Íslands. Í grein sem Svavar skrifaði fyrir tímaritið Heimaslóð birtir hann afar langan lista orða sem orðið hafa til í huga Jónasar.
Það er stofnun Jónasar Hallgrímssonar sem stendur fyrir þessum fyrirlestri en hún stendur einnig að safni um Jónas og nýtir bæjarhúsin að Hrauni í Öxnadal og hefur aðsetur þar.
Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir, en gengið er inn í Menntaskólann að vestanverðu, inn í nýbygginguna Hóla og þaðan innan dyra niður í Gamla skóla.