Jónas Hallgrímsson
Jónas Hallgrímsson

Nemendur í íslensku í 3. bekk MA bjóða upp á Jónasarkaffi, dagskrá um ævi og verk Jónasar Hallgrímssonar í Kvosinni í MA fimmtudaginn, 16. maí, klukkan 16.30.

Dagskráin er saman sett úr verkefnum nemenda, en í öllum bekkjum unnu hópar að dagskrárgerð um Jónas Hallgrímsson, rómantíkina og ævi, störf og skáldskap Jónasar. Í hverjum bekk var svo valið besta verkefnið til að vera í þeirri dagskrá sem flutt verður á fimmtudaginn.

Eins og nafnið Jónasarkaffi ber með sér verða í boði veitingar meðan á flutningi verkefna stendur. Aðgangur er heimill meðan húsrúm leyfir.

Rétt er að taka fram að á sama tíma fer fram í Gamla skóla ráðstefnan Uppnám, svo þarna gefst kostur á að líta inn á tvær uppskeruhátíðir námsins í einu.