- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur á 4ja ári félagsfræðibrautar lesa nú bókina The Kite Runner eða Flugdrekarahlauparinn sem gerist í Afganistan. Í dag fékk 4.FH góðan gest en Jónína Helga Þórólfsdóttir kennari við MA dvaldi í Afganistan á vegum íslensku friðargæslusveitarinnar árið 2006. Fræddi hún nemendur um land og þjóð í áhugaverðum fyrirlestri auk þess sem þeir fengu að máta hátíðarbúning Afganistan, hefðbundinn klæðnað arabíukvenna sem og burku (blái alklæðnaðurinn). Nemendur spurðu Jónínu spjörunum úr ekki síst um alræmda stjórn Talíbanana og stöðu kvenna í þessu fátæka en gestrisna landi.