- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Leikfélag MA frumsýnir í kvöld söngleikinn Kabarett. Sýningar verða í sammkomuhúsinu Laugarborg í Reykárhverfi, gegnt Hrafnagilsskóla.
Leikstjórar ert Viktor Már Bjarnason og Einar Örn Einarsson, sem báðir starfa hjá Leikfélagi Akureyrar. Fjölmargir nemendur taka þátt í sýningunni, leikarar, söngvarar og tónlistarfólk. Hljómsveit skipuð nemendum leikur í sýningunni, en tónlistarstjóri er Axel Ingi Árnason, sem auk þess er einn leikenda.
Uppselt er á frumsýninguna í kvöld en önnur sýning er á sunnudagskvöld og síðan verða sýningar 25., 26., 27. og 28. mars.
Myndir á æfingum tók Sindri Geir Óskarsson