Kári Gautason 3T hlaut í dag fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni um Charles Darwin. Verðlaunin voru afhent í dag á afmælishátíð og þingi um Darwin í Reykjavík. Það voru Samtök líffræðikennara og Hið íslenska náttúrufræðifélag sem stóðu að þessari ritgerðasamkeppni og verkefnið sem um var ritað var Darwin og áhrif þróunarkenningar hans á vísindi og samfélög.

Í dag eru 200 ár liðin síðan Charles Darwin fæddist og jafnframt eru á þessu ári 150 ár síðan hann setti fram þróunarkenningu sína í bókinni Um uppruna tegundanna. Kári Gautason sat þingið og tók við verðlaunum sínum, bókagjöf og 75 þúsund krónum í peningum. Alls voru veitt þrenn verðlaun.

.