- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þrír MA-ingar fengu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ sem var afhentur við hátíðlega athöfn í gær. Styrkurinn er veittur nýnemum sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi eins og kemur fram á vef Háskóla Íslands. Alls fengu 40 nýnemar úr 14 framhaldsskólum styrk að upphæð 375 þúsund krónur.
Það voru þau Kári Hólmgrímsson, Óðinn Andrason og Þorgerður Una Ólafsdóttir sem hlutu styrk. Öll brautskráðust þau í vor; Kári og Óðinn hefja nú nám í vélaverkfræði og Þorgerður Una í leikskólakennarafræðum. Við óskum þeim til hamingju með styrkinn og velfarnaðar í námi.