Rúnar Eff tilkynnir Karlottu úrslitin
Rúnar Eff tilkynnir Karlottu úrslitin

Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri fór fram í Hofi í gærkvöld. Þar komu fjölmargir hæfileikaríkir einstaklingar fram og kepptu um að verða fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Alls voru tónlistaratriðin 13. Hljómsveit nemenda lék undir í þeim flestum. Anton Bjarki Jóhannesson spilaði á gítar, Bjarni Karlsson á píanó, Dagur Atlason á trommur, Jóhannes Ágúst Sigurjónsson á gítar og Stefán Oddur Hrafnsson á bassa. Kynnar voru Anna Helena Hauksdóttir og Kristófer Jónsson.

Helena Eyjólfsdóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Rúnar Eff Rúnarsson skipuðu dómnefnd, en að þeirra eigin sögn var ákaflega erfitt að gera upp á milli keppenda. Að lokum komust þau þó að niðurstöðu: Karlotta Sigurðardóttir sem söng lagið Bound to You (Christina Aquilera) varð í fyrsta sæti. Í öðru sæti urðu Marín Eiríksdóttir og Valgerður María Vatnsdal en þær fluttu lagið I See Fire (Ed Sheeran). Ída Írene Oddsdóttir lenti í þriðja sæti en hún söng lagið Bravado (Lorde). Einnig var símakosning og hana vann Lára Lind Jakobsdóttir, en hún flutti lagið Come Home (One Republic).

Upplýsingarnar eru af Kvosinni, vef fjölmiðlafræðinema.
Mynd tók Vaka Mar Valsdóttir