Grétar, Jón Már og Stefán
Grétar, Jón Már og Stefán

Tveir kennarar eru hættir störfum við skólann eftir áralangt starf. Stefán G. Jónsson og Grétar G. Ingvarsson kvöddu gamla vinnustaðinn nú um annamót.

Stefán G. Jónsson varð stúdent frá MA 1968 en kenndi við skólann frá 1972 með nokkrum hléum, þegar hann var við framhaldsnám erlendis eða kennslu við Háskólann á Akureyri og sunnan heiða. Stefán hefur lengst af kennt eðlisfræði og var auk þess um sinn sviðsstjóri við skólann. Tengsl hans við skólann teygjast yfir langan aldur, en hann var í síðasta hópnum sem lauk landsprófi frá skólanum vorið 1964.

Grétar G. Ingvarsson varð stúdent frá MA 1972. Hann hefur kennt flestallar greinar á raungreinasviði allt frá árinu 1981.

Þeim Grétari og Stefáni voru þökkuð störf þeirra í kaffisamsæti á kennarastofunni í lok haustannar og þá teknar þessar myndir.

Grétar og Stefán kveðja