- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Aðalfundur Kennarafélags MA ályktaði á aðafundi sínum 12. mars síðastlíðinn um kjaramál kennara, svo sem hér segir:
Aðalfundur Kennarafélags MA lýsir vanþóknun sinni á ítrekuðum lækkunum á launastiku reiknilíkans framhaldsskólanna, þrátt fyrir umsamdar kjarasamningsbundnar hækkanir á launum kennara. Við síðustu kjarasamninga gekkst ríkið inn á að veita framhaldsskólakennurum sömu hækkanir á launum og öðrum stéttum ríkisins, en á sama tíma voru fjárframlög til launakostnaðar framhaldsskólanna skorin niður svo að á árinu 2012 var launastikan um 24% lægri en meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara. Á árinu 2013 er launastikan enn lægri. Þessa framgöngu ríkisins telur fundurinn forkastanlega og óheiðarlega og fordæmir hana með öllu.