- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kennarar í MA sendu í dag fulltrúa sína í heimsókn í verkfallsmiðstöð tónlistarkennnara með baráttukveðjur og stuðningsyfirlýsingu. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið enn lengur en verkfall framhaldsskólakennara gerði nú í vor og því ekki vanþörf á því að sýna félögum sínum stuðning í baráttunni.
Guðjón H. Hauksson, formaður Kennarafélags MA, las upp stutta stuðningsyfirlýsingu frá kennurum sem hljómar svo:
Kennarar við Menntaskólann á Akureyri vilja koma stuðningi sínum við baráttu tónlistarkennara á framfæri. Eftir að Félag framhaldsskólakennara, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara hafa náð samningum á þessu ári – eftir mismikla baráttu – er pínlegt að horfa upp á það að eitt minnsta aðildarfélagið innan KÍ sé látið standa úti í kuldanum. Eins og staðan er núna fá tónlistarkennarar skýr skilaboð frá viðsemjendum sínum um að þeirra starf sé mun minna virði en annarra kennarastétta. Þetta er himinhrópandi ranglæti og óþolandi með öllu. Við viljum því skora á Samband íslenskra sveitarfélaga að ganga þegar í stað frá samningum við félaga okkar í Félagi tónlistarkennara á sama grunni og önnur aðildarfélög KÍ.Helena Guðlaug Bjarnadóttir, trúnaðarmaður kennara við Tónlistaskóla Akureyrar, tekur við stuðningsyfirlýsingu frá kennurum MAMyndir tók Einar A. Brynjólfsson