- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nokkrir kennarar láta af störfum nú að loknu þessu skólaári, þ.á.m. fjórir eftir mjög langan starfsaldur eða samtals 117 ár. Þetta eru þau Selma Hauksdóttir dönskukennari sem kennt hefur í 36 ár, Margrét Kristín Jónsdóttir sem kennt hefur tungumál í 33 ár, Björn Vigfússon sem kennt hefur aðallega sögu í 25 ár og Sonja Sif Jóhannsdóttir sem kennt hefur íþróttir, raungreinar og fleira í 23 ár. Þau voru öll kvödd sérstaklega við brautskráningu og fengu við það tækifæri gullugluna, heiðursmerki skólans, í þakklætisskyni fyrir störf sín. Við óskum þeim öllum góðs gengis á nýjum vettvangi og þökkum kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag.