Sigurlið kennara
Sigurlið kennara

Það er löng hefð fyrir litlu ólympíuleikunum í MA og upphaf þeirra má rekja til 8. áratugarins. Þeir hafa verið með ýmsum hætti í gegnum árin en alltaf snúast þeir samt um keppni í ýmsum (og stundum óvenjulegum) íþróttagreinum milli 3U, áður 4U, og kennara. Í gær fóru ólympíuleikar 2022 fram en þeir hafa ekki verið haldnir síðan 2019. Það er skemmst frá því að segja að lið kennara fór illa með 3U og bar sigur af hólmi.