Arna Einars og Menntaskólinn
Arna Einars og Menntaskólinn

Arna Einarsdóttir líffræðikennari er kennari októbermánaðar á vef Kennarasambands Íslands og þar er nú viðtal við hana með svipmyndum úr skólanum. Þarna segir hún frá námi sínu og starfi, fjallar einnig um stöðu kennara í samfélaginu og lýsir áhyggjum sínum af breytingum á skólakerfinu. Hún fjallar auk þess um þá miklu breytingu á skóla að nemendur hafi hann í þriðja sæti, vinni nánast allir með skóla og láti það sitja fyrir náminu, sem áður var aðalviðfangsefni skólanemenda.

Ásamt svipmyndum úr hversdagslífi skólans er brugðið upp fáeinum stuttum viðtölum við nemendur og samkennara Örnu.

Viðtalið má sjá hér.