- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur skólans taka þátt í margvíslegri keppni þessa dagana og margt er í boði á næstunni. Í dag, laugardag, taka nemendur í 3. bekk þátt svokallaðri HR-áskorun. Á heimasíðu HR segir um keppnina: ,,HR-Áskorunin 2012 felst í því að hanna og smíða vél sem flytur geisladisk frá upphafsstað til lokastaðar. Vélin fer í gegnum a.m.k. 20 aðgerðir og þarf geisladiskurinn að hafa viðkomu á a.m.k. tveimur öðrum stöðum en upphafi og endi.”
Hægt er að sjá tækið sem MA-ingarnir smíðuðu á : http://www.youtube.com/watch?v=7bZT1K8kS9A og með útskýringu hér: http://www.youtube.com/watch?v=coa5xdr2KXs
Í dag tekur Sigurgeir Ólafsson í 4U þátt í ræðukeppni á vegum Félags enskukennara á Íslandi og ESU (English Speaking Union). Þetta er landskeppni en sigurvegarinn fær að launum dvöl í London og þátttökurétt í alþjóðakeppni í ræðumennsku á vordögum. Bestu ræðunum verður útvarpað á BBC4 í sérstökum þætti á næstunni. Sigurgeir er eini fulltrúi landsbyggðarinnar í keppninni.
Nýtt kl. 17.30: Sigurgeir lenti í 2. sæti í úrslitakeppninni í dag eftir að hafa unnið glæsilega undanriðilinn í morgun. Í úrslitunum beið hann lægri hlut fyrir sigurvegaranum frá í fyrra.
Rúmlega 20 nemendur tóku þátt í eðlisfræðiforkeppni í skólanum í vikunni og lið MA vann lið ML að Laugarvatni á miðvikudag í Morfískeppninni og er komið í undanúrslit.
Eins og sést hér i fréttum er Þýskuþrautin næstkomandi miðvikudag, 22. febrúar, efnafræðikeppni verður í vikunni þar á eftir, 28. febrúar, og frönskukennarar standa fyrir myndbandakeppni í mars.