- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í þessari viku verður boðið upp á kynfræðslu í fyrsta og öðrum bekk í MA.
Fyrsti bekkur fær „Ástráð“ í heimsókn á fimmtudag, en þar er á ferðinni forvarnarstarf læknanema. Markmið þess er meðal annars að koma á framfæri upplýsingum og vekja umræður meðal ungs fólks um kynheilbrigði, kynsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Sjá meira á: http://www.astradur.is/
Í annan bekk kemur Sigga Dögg á vegum foreldrafélagsins á miðvikudag og fimmtudag og spjallar við nemendur. Sigga Dögg er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og kynfræðingur (sexologist) frá Curtin-háskóla í Vestur-Ástralíu og hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri þar sem hún fjallar á opinskáan hátt um allt sem að við kemur kynlífi. Sjá meira á: http://www.siggadogg.is/ http://www.facebook.com/siggadogg.is
Í því upplýsingasamfélagi sem við lifum í, gegna ólíkir miðlar sífellt stærra uppeldishlutverki í lífi barna og unglinga. Kynfræðsla er ekki lengur einungis bundin við þá fræðslu sem skóli og foreldrar veita, heldur hefur hún í auknum mæli færst yfir til fjölmiðla. Markaðssetning á kynlífi sem er ætlað að höfða til barna og unglinga hefur aukist mjög á síðustu árum, til dæmis á netinu, í tónlistarmyndböndum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Börn og unglingar fá mörg misvísandi skilaboð um kynlíf úr fjölmiðlum sem leitt geta til ranghugmynda um það hvað telst vera eðlilegt kynlíf. Þessi þróun undirstrikar mikilvægi uppeldishlutverks foreldra og að þeir leggi grunn að gildismati barna sinna á þessu sviði með jafnrétti og virðingu að leiðarljósi.
Foreldrafélögin í MA og VMA ákváðu að stilla saman strengi og bjóða foreldrum nemenda beggja framhaldsskólanna upp á fræðslukvöld þessu tengt með Siggu Dögg. Yfiskrift kvöldsins er Kjaftað um kynlíf - kynheilbrigði unglinganna okkar, jafnrétti og virðing. Þetta verður fimmtudaginn 28. febrúar kl 20:00 í Kvosinni i MA. Unglingunum er boðið að koma kl:21:00 og vera með foreldum síðasta korterið – hálftímann af fræðslukvöldinu.
Foreldrar alla nemenda á fyrstu tveimur árum framhaldsskólanna eindregið til að láta þetta fræðslukvöld ekki framhjá sér fara.