- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í löngu frímínútum í dag voru tónleikar á Sal í Gamla skóla. Þar var komin strengjasveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Sveitin spilaði nokkur dæmi úr klassíska safninu, meðal annars eftir Mozart og Elgar. Í sveitinni voru aðallega nemendur MA, en fjölmargir menntaskólanemar stunda jafnframt nám í Tónlistarskólanum.
Salur í Gamla skóla er afar gott tónleikarými, klæðningar í þessu hundrað ára gamla timburhúsi gefa ótrúlega fagran og góðan hljóm.
Myndina tók Stefán Erlingsson