Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri héldu örtónleika í Kvosinni í dag, en á þessu skólaári hefur verið fagnað 70 ára afmæli skólans. Hingað komu strengjasveit þrjú, elsta strengjasveitin, og Halla Ólöf Jónsdóttir sópransöngkona. Daníel Þorsteinsson stjórnaði hljómsveitinni og lék undir á píanó þegar Halla Ólöf söng. Hín er að ljúka söngnámi sínu við skólann þessa dagana.

Það er góð tilbreyting og skemmtilegt að fá að heyra ungt fólk spila og syngja, en að vanda eru fjölmargir nemendur MA í tónlistarnámi og nokkrir þeirra voru í sveitinni í dag.

Tónlistarskólanum eru færðar þakkir fyrir komuna.

Halla Ólöf

Halla Ólöf Jónsdóttir og Daníel Þorsteinsson