- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menningarhúsið HOF býður nemendum MA á tónleika fimmtudaginn 18. apríl klukkan 20 í stóra salnum Hamraborg.
Tveir gamlir nemendur skólans, Hjalti Jónsson tenór og Eyrún Unnasdóttir mezzózópran, munu syngja íslensk og erlend sönglög og nokkrar þekktar óperuaríur við undirleik Daníels Þorsteinssonar á píanó.
Takmarkað framboð er á sætum en nemendur geta sótt sér ókeypis miða í miðasölu Hofs gegn framvísun skólaskírteinis klukkan 13-19 dagana 15. - 17. apríl.