Framboðsfundur í Kvosinni
Framboðsfundur í Kvosinni

Þessa stundina er Kvosin þétt setin af nemendum í öllum bekkjum, en nú fer fram kynning á öllum framboðum á Norðuausturlandi til alþingiskosninga, sem fram fara á laugardag.

Efnt er til þessa fundar á vegum nemenda í lífsleikni í þriðja og fjórða bekk, en þeir hafa kynnt sér stefnuskrár framboðanna og verið hvattir til að vera virkir í þeirri umræðu sem fram fer. Í hádeginu í dag voru óformlegar umræður í Kvosinni þar sem nemendur gátu hitt frambjóðendur og rætt við þá maður á mann. Núna síðdegis er hins vegar pallborð þar sem öllum framboðum bauðst að hafa stutta kynningu og þegar þetta er ritað er verið að svara spurningum úr sal.